Hreinsunardagar í Dalvíkurbyggð

Dagana 19. – 21. maí og 25. – 27. maí mun starfsfólk Vinnuskólans fara um þéttbýli Dalvíkurbyggðar og fjarlægja garðaúrgang sem komið hefur verið fyrir út við lóðamörk.

Hér er einungis um lífrænan úrgang að ræða eins og trjágreinar, laufblöð og annan almennan garðagróður. Annað rusl sjá íbúar sjálfir um að henda í þar til gerða gáma á gámasvæðinu.

Garðeigendum er bent á að klippa trjágróður þar sem hann hindrar umferð gangandi fólks um gangstéttir og stíga og umferð bifreiða um götur.

Sérstakur gámur er á gámasvæðinu fyrir garðaúrgang, einnig er gámur á Hauganesi og annar á Árskógssandi.
Gámasvæðið er opið virka daga frá 15.00 - 19.00 og laugardaga frá 11.00 – 14.00. Ef um mikið magn er að ræða er oft þægilegra að losa beint á garðaúrgangssvæðið við Höfða á Dalvík og sambærileg svæði á Hauganesi og Árskógssandi sem íbúar vita um. Og nú muna allir eftir að losa úr pokunum.

Gleðilegt sumar.
Garðyrkjustjóri.

Lóðasláttur

Ellilífeyrisþegum og öryrkjum gefst kostur á slætti á lóðum sínum í sumar. Starfsfólk Vinnuskólans sinnir þessari vinnu og er gjaldið niðurgreitt af Dalvíkurbyggð. ( Athugið að einungis er um slátt að ræða, ekki beðahreinsun)
Þeir sem óska eftir þessari þjónustu geta nú pantað hana í Þjónustuveri Dalvíkurbyggðar Ráðhúsinu eða í síma 460 4900 eða hjá Vinnsukólanum í síma 466 1224/ 864 0013.

Vinnuskólinn.