Í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra er nú í gangi vinna við að undirbúa að hreinsa til og fjarlægja lausafjármuni á landi sveitarfélagsins. Þau svæði sem verið er að skoða eru við Sandskeið og austur á Sandi, við Melbrún á Árskógsströnd og í námum sveitarfélagsins.
Búið er að fara yfir svæðin og verður haft samband við þá sem vitað er að eiga muni á þessum svæðum. Í næstu viku mun heilbrigðisfulltrúi síðan koma og líma á þá lausafjármuni sem ekki er búið að gera grein fyrir. Að loknum fresti verða munirnir svo fjarlægðir ef ekki er búið að gera grein fyrir þeim.
Eigendur lausafjármuna á þessum stöðum eru beðnir um að hafa samband við deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar ef þeir hyggjast fjarlægja eigur sínar eða vilja fá að hafa þá áfram og sækja þá um stöðuleyfi.
Hægt er að hafa samband við Helgu deildarstjóra í s 853-0220 eða á helga@dalvikurbyggd.is
Umsókn um stöðuleyfi hjá byggingarfulltrúa er hægt að senda inn á þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar