Hópastarf trjáálfa í maí

Hópastarf í maí hefur verið frekar frjálslegt enda hefur verið nóg að gera undafarið og veðri leikið við okkur svo það er ljúft að geta leyft sér að leika úti og njóta veðursins.

Í byrjun mánaðarins nýttum við einn hópastarfstíman til að spila og þá spiluðum við bæði slönguspilið og lottó. Hér má sjá nokkrar myndir frá þeim degi

Við höfum mikið verið úti í hópastarfi sem og leikfimi. Í leikfimi höfum við farið í stutta gönguferðir sem enda á íþróttasvæðinu þar höfum við farið í leiki. Við fórum í leik sem heitir Kristín segir og þá gera allir eins og Kristín, við fórum líka í þrautakóng og svo vilja auðvita allir búa til eina samloku með fullt af alskonar áleggi :) í einum tímanum fóru börnin svo í frjálsn leik að lokum og þá fóru þau í fuglaleik... enda margar þúfur þarna á svæðinu sem líktust hreiðrum.

Hér má sjá nokkrar myndir úr leikfiminni.