Hópastarf Trjá álfanna 11. og 12. jan

Miðvikudaginn 11. jan fór hópurinn í spil, við spiluðum blöðruspilið og svo fengu börnin að leika sér að þræða. Mikið var rætt um liti í þessu tíma enda blöðruspilið byggt upp á litum.

Fimmtudaginn 12. jan fór hópurinn í gönguferð, börnin fengu að ráða för og löbbuðum við niður á íþróttasvæði og svo upp að leiksvæði skólans. Þegar við vorum í gönguferðinni vorum við í Hello Kitty leik. Við enduðum svo gönguferðina á því að fara í lautarferð í bílskúrnum þar sem við fengum okkur eplabita og sumir fengu sér svo snjó í eftirrétt :)