Hópastarf 29. feb. og 1. mars

Hópastarf 29. feb. og 1. mars

Miðvikudaginn 29. febrúar fóru trjá álfar í gönguferð í hópastarfstímanum, gengið var niður á íþróttasvæði og þar sest niður og verkefni dagsins tekið upp úr töskunni. Unnið var með form og liti og skoðuðum við umhverfið með form í huga, við sáum glugga, hurðir og hús sem voru ferhyrningslaga og þak sem var þríhyrningslaga. Lítið var um hringform á húsunum sem við sáum en þó sáum við dekk og þau voru hringlaga. Við ræddum síðan um hús og heimili, hvað sjáum við þegar við horfum á hús? og hvað er inn í þeim? Gaman er að nefna það að þeim fannst mikilvægast að í húsum væri dót, hitt kom svo á eftir :)

 

Fimmtudaginn 1. mars vann hópurinn áfram með þemað hús og form, börnin bjuggu til flott hús og lituðum pappír sem þau klipptu út og límdu saman en notast var við tvö form í því og voru það ferhyrningur og þríhyrningur.

 

 

 

Hér má sjá myndir úr þessum hópastarfstímum