Hópastarf 1-2 og 8-9 febrúar

Hópastarf 1-2 og 8-9 febrúar

1. febrúar gerðum við handaför á spjöld með fingramálningu seinna ætlum við að gera fótaför á sama hátt. Einnig lékum við okkur með kapplakubba og dýr.

2. febrúar var hópurinn í spilaherberginu með Ellu og spilaði hópurinn bæði blöðruspilið og lottó

8. febrúar fóru öll börnin í leikskólanum í val

9. Febrúar. Í dag tileinkuðum við hópastarfstímann Öryggisvikunni sem er í gangi. Við lásum flettibók sem er um þau Matthildi, Dodda og Innipúkan. Við vorum að læra um það hvernig við pössum okkur í umferðinni. Við prufuðum að fara í "gönguferð" í leikskólanum og fórum yfir tilbúna götu... og það sem við þurftum að muna áður en farið var yfir var : Stoppa-líta til beggja hliða-hlusta. Börnin léku sér svo frjálst þegar þessu var lokið í kubbunum. Þegar við voru búin að taka saman og voru að fara á klósett fór brunabjallan í gang og við þurftum því að hlaupa beinustu leið út. Um brunaæfingu var að ræða og stóðu börnin sig frábærlega :)

 

 

Hér má sjá fleiri mydir frá þessum vikum