Hólmfríður ráðin í afleysingar


Hólmfríður Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að leysa Helgu Björt Möller kennsluráðgjafa af en nú líður að því að hún fari í fæðingarorlof. Hólmfríður lauk kennaraprófi árið 1979, hefur lokið námi í stjórnun og forystu í skólaumhverfi og er á seinni stigum meistaranáms í menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu. Hún hefur starfað sem kennari, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri. Hólmfríður mun koma til starfa í apríl  og vera fram að áramótum en í dag er hún í starfi í Dalvíkurskóla. Fimm umsóknir bárust um stöðuna en ein var dregin til baka.