Hollvinir Húsabakka hafa látið hendur standa fram úr ermum á síðustu dögum við lokaundirbúning fyrir sýninguna Friðland fuglanna. Í nógu hefur verið að snúast við málningu sparsl og lokapússningu á sýningarstöplum, pöllum, hillum, tröppum, veggjum, loftum og gólfum. Hollvinafélag Húsabakka er einn stofnaðili Náttúrusetursins og hefur heldur betur sýnt það á síðustu dögum hvernig slíkur félagsskapur getur gert gæfumunin við uppbyggingarstarf á borð við þetta. Sýningin opnar á morgun kl 16:00
|
Kolla og Sóla mála stöpla |