Hljómsveit frá Dalvíkurbyggð í úrslit söngvakeppni SAMFÉS

Föstudaginn 11. febrúar síðastliðinn var haldin undankeppni söngvakeppni SAMFÉS (samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) á Norðurlandi. Í þessarri keppni kepptu 12 félagsmiðstöðvar á Norðurlandi um fimm sæti í úrlitakeppninni sem fram fer í Mosfellsbæ 5. mars næstkomandi.

Fyrir hönd Dalvíkurbyggðar keppti hjómsveit sem skipuð er Jónu Báru Jakobsdóttur söngur/bassi, Sigurði Braga Ólafssyni gítar/söngur og Arnóri Gunnarssyni trommur. Þau fluttu lagið "Just like a pill" eftir söngkonuna Pink. Þau stóðu sig hreint frábærlega og voru eitt af fimm atriðunum sem tryggðu sér keppnisrétt í úrslitunum í Mosfellsbæ.