Hjóladagur

Hjóladagur

Á föstudaginn var hjóladagur hjá okkur í Kátakoti, þá mættu öll börnin með hjólin sín og allir hjóluðu saman í langri halarófu að hjólabrautinni fyrir neðan tónlistaskólann. Þar eru nefnilega til umferðaskilti í minni einingum o.fl. sem við fegnum að nota og börnin höfðu gaman af. Börnunum var skipt upp í tvo hópa þannig allir fengju að spreita sig annarsvegar sem vegfarendur á hjólum þar sem ýmsu þurfti að huga að í umferðinni og hinsvegar gangandi vegfarendum í kringum mikla hjóla umferð. Allir voru að sjálfsögðu lukkulegir eftir vel heppnaðann hjóladagMyndir af hjóladeginum má sjá myndasíðunni!