Hjóladagur

Hjóladagur

Í dag var hjóladagur í Kátakoti. Upphaflega ætluðum við loka Hólaveginum fyrir bílaumferð svo við gætum fengið að hjóla í friði en sú áform breyttust á síðustu stundu þar sem þeir tóku upp á því að malbika götuna. Og þvílík mengun, oj!! Við „forðuðum okkur“ því í burtu og á hjólaplanið hjá Víkurröst. Þar settum við upp skilti og hjóluðum á götunum þar. Við skiptumst á að hjóla og þeir sem ekki hjóluðu fengu að vera gangandi vegfarendur sem æfðu sig í að labba yfir gangbrautirnar. Þeir sem voru á hjólunum urðu að passa upp á að stoppa fyrir þeim og fara eftir umferðarreglunum. Þetta var mjög gaman og ætlum við að gera þetta aftur fljótlega.

Skoðið myndirnar í myndasafninu og góða helgi allir saman :)

Kær kveðja frá börnum og kennurum í Kátakoti