Hjólað í vinnuna að hefjast

Hjólað í vinnuna að hefjast

Heilsu- og hvetningarverkefnið Hjólað í vinnuna hefst á miðvikudaginn 6. maí.

Markmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta hjá starfsamönnumn á vinnustöðum. Eru íbúar Dalvíkurbyggðar hvattir til að taka þátt í verkefninu.

Þar sem veðurfar er okkur ekki alltaf hagstætt þá skal það tekið fram að ekki er alltaf nauðsynlegt að hjóla, heldur gengur verkefnið út á að koma sér til vinnu á eigin orku, hvort sem það er að hjóla, labba eða jafnvel á línuskautum.

Til að koma til móts við þá sem vilja hjóla á hverjum degi í verkefninu en komast ekki sökum veðurs eða snjóa, er þeim sem eru skráðir í verkefnið boðið að koma upp í íþróttamiðstöð og hjóla þar án endurgjalds á meðan verkefninu stendur.

Nánar um verkið á www.hjoladivinnuna.is