Hjalti Páll ráðinn verkefnisstjóri nýs Vaxtarsamnings

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) hefur ráðið Hjalta Pál Þórarinsson sem verkefnisstjóra nýs Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, en eldri samningur rann út um sl. áramót. Hann tekur við verkefninu af Bjarna Jónassyni sem veitti fyrri samningi forstöðu. Hjalti Páll hefur starfað hjá AFE frá árinu 2005 og vann m.a. að fyrri Vaxtarsamningi svæðisins. Þar áður starfaði Hjalti hjá PWC á Akureyri. Nýr Vaxtarsamningur Eyjafjarðar gildir til ársloka 2010, en AFE sér um framkvæmd hans og velur verkefni til þátttöku. Á samningstímanum verður varið 90 milljónum króna til að efla nýsköpun atvinnulífsins á Eyjafjarðarsvæðinu og auka hagvöxt með samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Hjalti Páll er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og er giftur Rósu Maríu Stefánsdóttur og eiga þau eina dóttur