Hitaveiturröri komið fyrir undir Svarfaðardalsá

Í gær unnu menn hörðum höndum að því að koma fyrir hitaveituröri undir Svarfaðardalsá sem er einn liður hitaveituframkvæmdanna sem áætlað er að ljúki í október.  Þorsteinn K. Björnsson bæjartæknifræðingur var á staðnum og smellti af nokkrum myndum sem sjá má á myndasíðunni hér til vinstri.