Hitaveita Dalvíkur: Efnaeftirlit með vinnslu 2014 og 2015

Ofangreind skýrsla var að berast til Hitaveitu Dalvíkur og  því þykir eðlilegt að notendum á heitu vatni sé gerð grein fyrir eftirfarandi sem í skýrslunni stendur eins og fram kemur í meðfylgandi tilvitnun.

„Styrkur snefilefna í jarðhitavatninu er undir viðmiðunarmörkum fyrir neysluvatn (reglugerð nr. 536/2001) fyrir öll efni nema arsen eins og títt er um jarðhitavatn á Íslandi. Það ásamt háu pH-gildi gerir að vatnið uppfyllir ekki kröfur um neysluvatn og er sjálfsagt ekki úr vegi fyrir Hitaveitu Dalvíkur að hafa ábendingu um það í sínu kynningarefni. Hvað flokkun vatnsins m.t.t. umhverfisáhrifa varðar (reglugerð nr. 796/1999) er bent á að styrkur Cu, Zn, Cd, Pb, Cr, Ni og As er innan marka fyrir I eða II flokk og því stafar lífríki lítil hætta af því.“