Hin íslensku safnverðlaun 2008

Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráð safna) standa saman að íslensku safnverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem með starfsemi sinni þykir skara fram úr.
Óskað er eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum. Til greina koma söfn og einstök verkefni á sviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar. Bent er á að tilnefna má sýningar, útgáfur og annað er snýr að þjónustu við safngesti jafnt sem verkefni er lúta að faglegu innra starfi.
Valnefnd velur þrjú söfn eða verkefni sem tilnefnd verða til verðlaunanna og fer afhending fram á alþjóðadegi safna þann 18. maí 2008.
Ábendingum skal skilað til Safnaráðs Laufásvegi 12, 101 Reykjavík eða á netfangið safnarad@safnarad.is fyrir 25. apríl 2008 merkt Safnverðlaun.