Himbriminn gladdi göngufólkið

Himbriminn gladdi göngufólkið

Um 25 manns tóku þátt í fuglaskoðunarferðinni sl. þriðjudagskvöld í blíðskaparveðri. Arnór Sigfússon fræddi mannskapinn um eitt og annað varðandi fuglana í friðlandinu og margt bar fyrir augu. M.a. himbrimaparið sem tekið hefur sér bólfestu á Hrísatjörninni. Ekki virtist það vera þar með hreiður en eitthvað eru þau hjúin að íhuga slíkt í framtíðinni.