Hildur Ösp Gylfadóttir ráðin í starf sviðstjóra fræðslu- og menningasviðs

Á 162. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar var samþykkt að ráða Hildi Ösp Gylfadóttur í starf sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl  2007 að leggja til við bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar að Hildur Ösp Gylfadóttir verði ráðin í starfið. Fram kom á bæjarstjórnarfundi í gær að einn umsækjandi af þeim 17 er sóttu um starfið, Sigríður Stefánsdóttir, dró umsókn sína til baka.