Hestur í óskilum

Hestur í óskilum

Rauðskjóttur tveggja vetra graðhestur, óörmerktur, er í óskilum hjá Dalvíkurbyggð. Hesturinn var handsamaður í fjöru neðan við bæinn Brimnes á Árskógsströnd þann 15. febrúar 2023.

Sá sem sannað getur eignarrétt sinn að hrossinu fyrir 16. mars 2023 fær það afhent gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Gefi enginn sig fram og sanni um leið eignarrétt sinn að hrossinu verður það selt á uppboði, sbr. 4. mgr. 59. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil ofl., nr. 6/1986.

Eigandi hestsins getur haft samband við Helgu Írisi hjá Eigna- og framkvæmdadeild í síma 853-0220 eða með tölvupósti á netfangið helgairis@dalvikurbyggd.is