Helgarnámskeið Vanadísar og Yogasetursins í Svarfaðardal

Mardöll - félag um menningararf kvenna

auglýsir

•Skapanornir - námskeið fyrir konur

•Helgarnámskeið Vanadísar og  Yogasetursins í Svarfaðardal,

•haldið að Húsabakka 26. - 28. október  n.k.

Á þessu námskeiði eru fornsögur, goðsögur og þjóðsögur notaðar sem speglar fyrir lífið. Um leið og við rifjum upp sagnaarfinn nýtum við þær Freyju, Brynhildi, Kráku, Melkorku,  Skapanornirnar, álfkonuna, tröllkonuna og fleiri magnaðar gyðjur og konur til að leiðbeina okkur í lífinu. Við vinnum með drauma, hugleiðum, stundum yoga og njótum lífsins.

Leiðbeinendur eru:  Valgerður H. Bjarnadóttir  og  Anna Dóra Hermannsdóttir

Valgerður er félagsráðgjafi, með framhaldsnám í draumafræðum,  helgum kvennafræðum og trúarheimspeki. Hún hefur unnið að ráðgjöf og fræðslu með áherslu á menningarsögu, trú, drauma og sjálfsstyrkingu kvenna í áratugi og rekur fyrirtækið Vanadísi.

Anna Dóra er yogakennari frá Kripalu Center for Yoga and Health og hefur kennt yoga, hugleiðslu og slökun síðastliðin 12 ár.  Hún hefur starfað sem landvörður og leiðsögukona og rekur nú Yogasetrið í Svarfaðardal.

Verð kr. 30.000.-  Innifalið í því eru námsgögn, fæði og gisting á Húsabakka. 

Gefðu sjálfri þér gjöf!

Njóttu lífsins þessa helgi í hópi magnaðra kvenna, nærðu líkama og sál og speglaðu þig í  fornum gyðjum og kvenhetjum

Skráning og nánari upplýsingar í síma 895 3319, á  vanadis@vanadis.is eða www.vanadis.is