Heklunámskeið í Menningar- og listasmiðjunni

Heklunámskeið í Menningar- og listasmiðjunni

Fimmtudagskvöldið 20. október kl. 19:00-22:00 verður Fjóla Guðmundsdóttir með námskeið í að hekla utan um krukkur og búa til falleg ljósker úr þeim.

Námskeiðið kostar kr. 4.500,-
Innifalið í námskeiðsgjaldinu er krukka og garn til að hekla utan um hana.

Athugið að einhver stéttarfélög greiða niður námskeiðskostnað fyrir félagsmenn sína.