Heimildarmynd um Húsabakkaskóla

Félag foreldra og velunnara Húsabakkaskóla ákvað á síðasta skólaári að láta gera heimildamynd um Húsabakkaskóla og skólastarfið þar og var listamaðurinn Örn Ingi Gíslason fenginn til verksins. Örn Ingi er Dalvíkingum að góðu kunnur fyrir gerð sína á myndinni Dalvíkurbyggð við aldarlok.  Hjörleifur Hjartarson, kennari við Húsabakkaskóla, tók saman ágrip af sögu skólans.

Myndin um Húsabakkaskóla er að mestu leiti byggð upp á myndefni frá síðasta skólaári Húsabakka, en einnig er notað eldra myndefni.  Markmið myndarinnar er að reyna að festa á filmu þann anda sem var einkennandi fyrir skólann og varðveita heimild á myndformi um sögu skólans og um margt merkilegt skólastarf.

Kvenfélagið Tilraun, Veiðifélag Svarfaðardalsár, Búnaðarfélag Svarfdæla og Félag foreldra og velunnara Húsabakkaskóla styrktu gerð myndarinnar en hún verður að öðruleiti fjármögnuð með sölu í takmörkuðu upplagi núna fyrir jólin.

Þeim sem hafa áhuga á að tryggja sér einstaka heimild um Húsabakkaskóla er bent á að haft  samband  við einhvern af eftirtöldum aðilum í síma eða með því að senda tölvupóst.

· Kristín Gunnþórsdóttir, 466 3171, bakki@nett.is

· Kolbrún Reynisdóttir, 862 2109,  kolla@argerdi.com

· Trausti Þórisson, 466 1865, trausti@mmedia.is