Heimabyggðaþema í Dalvíkurskóla.

Heimabyggðaþema í Dalvíkurskóla.

Þessa vikuna eru þemadagar í Dalvíkurskóla, þemað í ár er heimabyggðin. Nemendum úr öllum bekkjum er blandað saman í hópa þar sem þau vinna saman að verkefnum tengdum heimabyggðinni. Meðal þess sem nemendurnir eru að fræðast um er Dalvíkurskjálftinn frá 1934, Friðland Svarfdæla, Brús oflr. Nemendur eru einnig við smíðar á líkönum af Dalvík & Svarfaðardal. Það er mikið fjör í skólanum þessa dagana og mikill gleði meðal nemenda við þessa vinnu. Nemendur verða svo með opið hús í skólanum á föstudaginn 1.mars n.k. milli 12:30 og 13:30 þar sem afrakstur vikunnar verður til sýnis. Við hvetjum alla til þess að kíkja á þessa frábæru sýningu hjá snillingunum í Dalvíkurskóla.