Heilsusjóður Dalvíkurbyggðar

Heilsusjóður Dalvíkurbyggðar

Við minnum á Heilsusjóð Dalvíkurbyggðar en heilsusjóðurinn er ætlaður til heilsueflingar starfsmanna og er hvatning til heilsuræktar.

Samkvæmt reglum sjóðsins er Dalvíkurbyggð heimilt að veita starfsmönnum Dalvíkurbyggðar styrk vegna heilsuræktar að hámarki 15.000.- kr. á hverju almannaksári. Til að eiga rétt á styrk þarf starfsmaður að hafa starfað hjá Dalvíkurbyggð samfellt í 6 mánuði áður en umsókn er styrkhæf. Veittur er styrkur í samræmi við starfshlutfall þannig að starfsmaður í 100% starfi fær fullan styrk en starfsmenn sem eru í 99% starfshlutfalli eða minna fá hlutfallslegan styrk miðað við stöðugildi. 

Til að fá styrk þarf að framvísa frumriti af reikningi og greiðslukvittun. Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu berast launafulltrúa á sérstöku umsóknareyðublaði en hann sér um greiðslur.
Kvittanir sem berast fyrir 20. hvers mánaðar greiðast næstu mánaðarmót á eftir inn á launareikning.

Einungis er veittur styrkur fyrir heilsurækt sem starfsmaður einn getur nýtt.

Úthlutunarreglur úr heilsusjóði

Umsókn um styrk úr heilsusjóði