Heilsurækt - námskeið í íþróttamiðstöðinni

Við minnum á heilsuræktina í íþróttamiðstöðinni og námskeiðin sem eru að fara í gang - stangastuð, boltatímar og þrek og þol. Jóna Gunna, Hanna og Ása fönn láta gamminn geysa en Sveinn Torfa sér um heldri borgara og þá sem eiga erfitt vegna sjúkdóma. Skráning í fullum gangi, athugið tilboð á árskortum með öllum námskeiðum inniföldum!! Frábært verð, 45.000 kr!

Hér má sjá auglýsinguna sem borin var í hús á dögunum.

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN DALVÍK 

STANGASTUÐ – ÞREK OG ÞOL – ÁTAK – BOLTATÍMAR – ELDRI BORGARAR
STYRKTAR OG ÞOLNÁMSKEIÐ FYRIR ALLA!
Mánudaginn 5. september hefjast námskeið í Íþróttamiðstöðinni þar sem hægt verður að taka þátt í stangastuði, þrek- og þoltímum, boltatímum sem og í lokuðum átakshópi. Hvert námskeiðstímabil er 7 vikur og verður hægt að sækja þau til 25. maí 2012. Námskeiðin eru sniðin að þátttakendum hverju sinni og henda vel bæði körlum og konum – upplagt að hjón/pör taki sig á í sameiningu!!! Jóna Gunna og Ása Fönn bjóða upp á fitu-, ummáls- og þyngdarmælingar þrisvar á hverju námskeiðstímabili ef áhugi er fyrir hendi. Þátttakendur greiði þeim sérstaklega fyrir þá þjónustu.

Verð fyrir kort með aðgangi í opin námskeið í 7 vikur í senn (möguleiki á 77 tímum alls!) er 14.500 kr (aðgangur að ræktinni fylgir þessu korti á tímabilinu).
Einnig er í boði kynningartilboð að kaupa árskort þar sem innifalinn er aðgangur í sund, rækt og á opin námskeið – kortið kostar 45.000 kr (fjölskylduafsláttur 50%). Þeir sem eiga tímabilskort nú þegar geta lagt þau upp í nýtt árskort. Hægt er að greiða staka tíma en þeir kosta 1.300 kr. Einnig er hægt að kaupa 10 tíma kort í opna tíma á 10.000 kr. (gildistími 6 mánuðir).

Æfingar með bolta er nýtt námskeið sem inniheldur æfingar með stórum boltum – krefjandi og flottar æfingar fyrir alla sem styrkja stoðkerfi líkamans.

Kennt verður skv. eftirfarandi tímatöflu:

Mánudagar:
Kl. 06:20 Þrek og þol – Jóna Gunna
Kl. 16:15 Þrek og þol – Hanna Gunnars
Þriðjudagar:
Kl. 17:15 Stangastuð – Ása Fönn/Jóna Gunna til skiptis
Kl. 18:15 Boltatími – Ása Fönn
Miðvikudagar:
Kl. 06:20 Þrek og þol – Jóna Gunna
Kl. 16:15 Þrek og þol – Jóna Gunna
Fimmtudagar:
Kl. 17:15 Stangastuð – Ása Fönn
Kl. 18:15 Boltatími – Ása Fönn
Föstudagar:
Kl. 06:20 Þrek og þol – Jóna Gunna
Kl. 16:15 Þrek og þol – Jóna Gunna/Hanna til skiptis
Laugardagar:
Kl. 10:10 Jóna Gunna og Hanna skiptast á að sjá um tíma með
fjölbreyttum viðfangsefnum við allra hæfi.

LEIKFIMI FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI OG FÓLK MEÐ SKERTA HREYFIGETU
Í boði verða leikfimitímar fyrir 60 ára og eldri, fólk með skerta hreyfigetu eða þá sem eiga erfitt vegna sjúkdóma s.s. hjarta- og æða. Leiðbeinandi er Sveinn Torfason sjúkraþjálfari í Sjúkraþjálfun Dalvíkur. Tímarnir verða klukkan 10:15 á þriðjudagsmorgnum (í íþróttasalnum) – og á föstudagsmorgnum kl. 10:15 í ræktinni og/eða leikfimisalnum. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 20. september. Um er að ræða 7 vikna námskeið sem stendur til 21. október. Verð á námskeiðið er 11.000 kr. Innifalin er aðgangur í önnur opin námskeið á vegum íþróttamiðstöðvarinnar.

Greiða þarf fyrir öll kort í námskeið áður en tímar hefjast. Athugið að gefinn er 50% fjölskylduafsláttur af kortum umfram 1. kort. Til að njóta afsláttar þurfa viðkomandi aðilar að vera báðir að kaupa námskeið eða árskort. Íþróttamiðstöðin áskilur sér rétt til að fella niður tíma án endurgjalds ef aðsókn er af einhverjum ástæðum slök nokkra tíma í röð.

Frekari upplýsingar um námskeið, verð og afslætti í Íþróttamiðstöð, s: 466-3233 eða hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa s: 460-4913, tölvupóstur bjarni@dalvikurbyggd.is eða á www.dalvikurbyggd.is/sundlaug.

SJÁUMST HRESS OG KÁT!
HEILBRIGÐ SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA!

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN DALVÍK