Heiðmar búinn að semja við TuS N-Lübbecke

Heiðmar búinn að semja við TuS N-Lübbecke

Handknattleiksmaðurinn Heiðmar Felixson frá Dalvík, sem leikur með Hannover-Burgdorf í þýsku 2. deildinni, hefur gert tveggja ára samning við TuS N-Lübbecke sem tekur gildir í sumar. Þetta kemur fram á handboltavefnum handball-world.com og er staðfest á heimasíðu TuS N-Lübbecke.

Hjá TuS N-Lübbecke hittir Heiðmar fyrir Selfyssinginn Þóri Ólafsson sem hefur leikið afar vel með liðinu sem trónir á toppi í norðurdeild þýsku 2. deildarinnar með 34 stig en Heiðmar og félagar hans í Hannover-Burgdorf eru í fjórða sætinu með 25 stig.

,,Heiðmar er ein besta vinstrihandar skyttan í þýsku 2. deildinni og er afar sterkur varnarmaður. Hann á eftir að styrkja lið okkar til muna,“ segir Patrik Liljestrand þjálfari TuS N-Lübbecke á vef félagsins.

Heiðmar er 32 ára gamall Dalvíkingur sem hefur leikið með Hannover-Burgdorf undanfarin fimm ár við góðan orðstír en hér heima gerði hann garðinn frægan með KA og Þór.

Frétt fengin af wss.mbl.is