Hefur þú áhuga á umferðaröryggi?

Hefur þú áhuga á umferðaröryggi?

Á síðasta fundi sínum lagði Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar til að kallað yrði eftir hugmyndum frá íbúum að staðsetningu færanlegra hraðahindrana í sveitarfélaginu. Hraðahindrununum er ætlað að stuðla að bættu umferðaröryggi með því að lækka umferðarhraða í þéttbýli sveitarfélagsins yfir sumartímann.

Ef þú hefur skoðun á því hvar hraðahindranirnar ættu að vera staðsettar, eða vilt benda á eitthvað annað sem má bæta þegar kemur að umferðaröryggi, þá máttu senda Skipulags- og tæknifulltrúa póst á helgairis@dalvikurbyggd.is