Hefur þú áhuga á að kynnast björgunarsveitarstarfi?

Björgunarsveitin Dalvík samanstendur af hópi fólks sem er fullt af dugnaði og eldmóði. Sá eldmóður drífur félagana áfram til að vera tilbúna þegar kallið kemur frá fólkinu í landinu. Björgunarsveitin samanstendur af fólki á öllum aldri, frá 13 ára og uppúr, sem hittist einu sinni í viku í húsi Björgunarsveitarinnar við Gunnarsbraut 4, Dalvík. Félagar hittast þar til að eiga góðar stundir, til að viðhalda tækjum og tólum, og til að sækja ýmis námskeið tengdum björgunarmálum til að þeir séu færir um að taka þátt í því krefjandi starfi sem björgunarsveitir sinna. Félagar í Björgunarsveitinni Dalvík er samhentur hópur karla og kvenna, sem hefur gaman að því að vera saman og styðja við bakið á hvoru öðru. Slíkt er nauðsynlegt á tímum sem þessum sem við erum að upplifa og eru félagar Björgunarsveitarinnar fullir af jákvæðni og bjartsýni, burtséð frá þjóðfélgasástandi.

Ef þú og þínir hafið áhuga á að kynnast hvað það er að vera í björgunarsveit þá er opið hús hjá Björgunarsveitinni Dalvík N.K. miðvikudagskvöld kl. 20:00 og hvetjum við unga sem aldna til að mæta og kynnast Björgunarsveitinni á Dalvík. Kaffihlaðborð í boði Kvennadeildarinnar.

Þá viljum við einnig þakka þann ómetanlega stuðning sem þið bæjarbúar sýnið okkur og sýnduð nú síðast í sölunni á neyðarkallinum, stuðningur ykkar er stærsta ástæðan fyrir því að Björgunarsveitin Dalvík er ein öflugasta björgunarsveitin á Eyjafjarðarsvæðinu. Og bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin að kíkja á starf okkar og er okkar von að þeir sem hafi áhuga á að ganga í sveitina geri það.

Kveðja
Björgunarsveitin Dalvík