22. ágúst 2007
Sunnudaginn 26. ágúst kl. 14.00 flytur Haraldur Þór Egilsson fyrirlestur um hreinlæti Íslendinga áður fyrr. Haraldur er safnvörður á Minjasafninu á Aureyri. Strax eftir fyrirlesturinn verður haldinn haustmarkaður á safninu. Þar verða nokkrir aðilar úr byggðarlaginu með afurðir sínar, svo sem sultur, grænmeti, kökur og fl. Ennþá eru laus pláss á haustmarkaði og geta áhugasamir haft samband við forstöðumann í síma 8921497. Einnig er hægt að kaupa lítið kver um handverksmenn í Dalvíkurbyggð á safninu.