Hátt fljúga hrafnarnir

Hátt fljúga hrafnarnir

Hrafninn er vinsælastur fugla á Íslandi og kannski líka sá óvinsælasti. En séu visnældir mældar í því hversu mikið hefur verið ort og sungið um einstaka fugl, hve margar þjóðsögur eru sagðar af honum, málshættir og orðskviður þá kemst enginn fugl á Íslandi með tærnar þar sem hrafninn hefur hælana (sé hægt að tala um hæla á hrafni). Í bókinni Íslenskir málshættir eru fleiri málshættir um hrafninn einan en alla aðra fugla samanlagt.  Haukur Snorrason tók þessa frábæru mynd af hrafni og fleiri fuglamynda er að vænta frá honum hér á síðunni.