Hátíðartónleikar í Dalvíkurkirkju

Karlakór Dalvíkur heldur tónleika föstudaginn 29. desember kl. 20:30 í Dalvíkurkirkju. Frumflutt verður jólalag Karlakórs Dalvíkur 2006, " Jólin eru minningar og myndabrot" lag og ljóð eftir Guðmund Óla Gunnarsson stjórnanda kórsins. Píanóleikari á tónleikunum er Daníel Þorsteinsson.

Karlakórinn gaf nýverið út geisladiskinn "Mál er í meyjarhvílu"  og verður hann til sölu á tónleikunum og fæst einnig hjá kórfélögum og í verslunum á Dalvík, miðaverð á tónleikana er kr. 2.000,-.