Hátíðardagskrá 17. júní í Dalvíkurbyggð

Hátíðardagskrá 17. júní í Dalvíkurbyggð

Kl. 08:00 Fánar dregnir að húni - allir fánar á loft!

Kl. 11:00 17. júní hlaupið fer fram á íþróttavellinum á Dalvík í umsjón frjálsíþróttadeildar UMFS.
Skráning á staðnum fyrir hlaup og verðlaunaafhending að hlaupi loknu.

Kl. 13:00 Skrúðganga leggur af stað frá Íþróttamiðstöð að Menningarhúsinu. Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega og taka með sér fána og veifur. Andlitsmálun í boði frá kl. 12:00.

Kl. 13:30 Hátíðarstund í Menningarhúsinu Bergi

Ávarp fjallkonunnar
Hátíðarræða Sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar
Tónlistaratriði

Það spáir karamellurigningu í kringum Berg

 

Að lokinni hátíðarstund við Berg:

Hestamennska - Sveinbjörn Hjörleifsson og aðstoðarmenn hans
teyma hesta undir börnum við Krílakot.

Leikir og skemmtun í umsjón flokksstjóra Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar í kirkjubrekku 

Barri Bjartur ísbjörn mætir á svæðið

Heimaleikur Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli gegn liði KFS fer fram á Dalvíkurvelli kl. 14.00.

ATHUGIÐ - vegna slæmrar veðurspár (mikill kuldi í kortunum) hefur verið ákveðið
að sleppa vatnsrennibraut og sápubolta í ár. 
Í staðinn verður boðið upp á bíó í Víkurröst kl. 16.00.
Allir velkomnir. Svali og glaðningur fyrir alla sem mæta.

Myndlistasýning Emmi Kalinen í Bergi opin frá 10 - 17.
Allir velkomnir.

Allir krakkar fá frían snúð og kakó hjá Böggvisbrauð Café á 17. júní.
Opið í Böggvisbrauð Café til kl. 17:00

(athugið að kaffisala UMFS verður ekki í ár)

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ