Háskólabrú


Nú er boðið upp á staðnám Háskólabrúar á Akureyri
í samvinnu við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símey

HÁSKÓLABRÚ
Háskólabrú Keilis er aðfararnám að háskólanámi og er það nú
kennt í staðnámi á Akureyri. Námið veitir nemendum góðan
undirbúning undir háskólanám og er þróað í samstarfi við
Háskóla Íslands.
Nám á Háskólabrú í staðnámi er fullt nám og er því lánshæft
samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).
Námið hefst í ágúst og lýkur ári síðar. Að loknu námi
uppfylla nemendur almenn inntökuskilyrði innlendra háskóla
og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt
samningi Keilis, HÍ og menntamálaráðuneytisins.
Umsóknarfrestur er til 15. júní.
Nánari upplýsingar eru hjá betty@simey.is,
valgeir@simey.is eða í síma 460 5720

Auglýsing