Handverksbíllinn á Dalvík

Nú gefst íbúum Dalvíkurbyggðar kostur á að kaupa alls kyns áhöld og sérhæfð tæki til hanverks og smíða úr sérhönnuðum verslunarbíl sem ferðast nú milli bæja á Norður- og Austurlandi.  Bíllinn verður staðsettur hjá N1 (Esso) hér á Dalvík (kl. 16-20) á föstudag,  Akureyri á laugardaginn og heldur þá austur á Egilsstaði og endar á Höfn. Handverksbíllinnn fór fyrstu ferð sína í fyrrasumar á Suður- og Austurland og var fólk yfir sig hrifið með framtakið og margir farnir að lengja eftir næstu heimsókn okkar. Handverkshúsið er með allt hráefni og tæki til silfursmíði og silfurleirvinnslu, vélar og verkfæri í tré, efni og vélar fyrir steinavinnslu og stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum með þessum tólum. Í nýja bílnum er mikið vöruúrval og minnir um margt á gömlu kaupfélagsbílana sem óku um sveitir á árum áður.