Hafnarstjórn(29); 19.07.2011

 
Hafnastjórn Dalvíkurbyggðar
29. fundur
4. fundur á árinu

Fundur haldinn í Ráðhúsinu á Dalvík 19. júlí. 2011 kl. 16:00.

Mætt: Pétur Sigurðsson, Óskar Óskarsson, Kolbrún Reynisdóttir, Sigurpáll Kristinsson og Berglind Björk Stefánsdóttir, en þau Sigurpáll og Berglind mættu í stað Óla Þórs og Þorsteins sem voru vanhæfir við umfjöllun um ráðningu yfirhafnavarðar, sem var eina mál fundarins.

Auk þeirra sat fundinn Þorsteinn Björnsson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Pétur Sigurðsson stýrði fundi í forföllum formanns og varaformanns.

Dagskrá:

1. Ráðning yfirhafnavarðar.

Á 27. fundi hafnastjórnar Dalvíkurbyggðar, þann 6. júní sl. kom fram að Eggert Bollason yfirhafnavörður hefur ákveðið að láta af störfum, en hann varð 67 ára í febrúar sl.
Hafnastjórn samþykkti að starf yfirhafnavarðar yrði auglýst laust til umsóknar og samþykkti að fela hafnastjóra að eiga samstarf við Capacent á Akureyri um ráðningu í starfið.

Á 28. fundi hafnastjórnar Dalvíkurbyggða, þann 27. júní sl. kom fram að staðan hefði verið auglýst, Capacent á Akureyri sæi um auglýsingu og ráðningarferli en stjórnin mundi hafa umsagnarrétt um ráðninguna og bæjarstjórn síðan staðfesta hana, þar sem þetta er ein af stjórnunarstöðum sveitarfélagsins.

Fram kom á fundinum að 12 hefðu sótt um starfið, en það voru:

Eiður Ragnarsson
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson
Helgi Einarsson
Ingimar Eydal Óskarsson
Jóhannes Steingrímsson
Jón Steingrímur Sæmundsson
Ketill Sigurðarson
Kristinn Bogi Antonsson
Kristján Helgason
Kristján Þorvaldsson
Óli þór Jóhannsson
Þorvaldur Hjaltason


Fram kom að fulltrúar úr hafnastjórn, sem ekki voru vanhæfir við umfjöllun um ráðninguna, þau Kolbrún Reynisdóttir og Pétur Sigurðsson hefðu tekið þátt í lokaviðtölum við þá fjóra umsækjendur sem Capacent mat hæfasta m.v. auglýsingu og eftir fyrstu viðtöl. Óskar Óskarsson var einnig boðaður en átti þess ekki kost að taka þátt í viðtölum. Kolbrún gerði grein fyrir því mati sem liggur til grundvallar niðurstöðu fundarins.


Hafnastjórn samþykkir, á grundvelli þess mats sem fram hefur farið á umsækjendum um stöðu yfirhafnarvarðar HSD, að mæla með ráðningu Gunnþórs Eyfjörð Sveinbjörnssonar í starfið og að Gunnþór taki við starfinu frá 1. september nk.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:38

Pétur Sigurðsson
Kolbrún Reynisdóttir
Óskar Óskarsson
Sigurpáll Kristinsson
Berglind Björk Stefánsdóttir