Hafið er blátt

Hafið er blátt

Hafnarsvæðið á Dalvík er líflegt samfélag. Þar koma saman smábátar af ýmsum gerðum, togarar og Grímseyjarferjan svo úr verður allsherjar suðupottur. Á svæðinu er einnig ísstöð, netaviðgerðir, beitningarskúrar, fiskmarkaður og vélsmiðja svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar fiskvinnslur eru einnig til staðar og því er samfélagið ekki bara fjölþætt heldur líka fjölþjóðlegt.

Þessar myndir voru teknar af hafnarsvæðinu í dag en blái liturinn var ríkjandi í birtunni núna eftir hádegið.