Hægt, hægt!

Hægt, hægt!

Í frumdrögum að sýningunni Friðland fuglanna er gert ráð fyrir allnokkrum margmiðlunaratriðum þar sem tölvutæknin er notuð til að skapa ýmsa galdra. Við uppsetningu sýningarinnar reyndist ekki nægilegt fjármagn fyrir hendi til að hrinda þeim í framkvæmd og var þá tekin sú ákvörðun að slá öllum margmiðlunaratriðum á frest og einskorða fyrsta áfanga við einfaldari og ódýrari atriði.

Sýningin eins og hún er núna er því aðeins byrjun á enn stærri og viðameiri sýningu. Þessa dagana vinna Hekla Björt Helgadóttir myndlistarkona og Egill Ingibergsson grafískur hönnuður ásamt verkefnisstjóra að fyrsta  margmiðlunaratriðinu „Hægt, hægt!“ sem stefnt er að því að opna með pompi og prakt á útmánuðum. Þar verða töfrar tölvutækninnar nýttir á nýsárlegan hátt.