Hádegisfyrirlestur á Hvoli í dag

Hádegisfyrirlestur í Hvoli í dag kl. 12:00 Atli Rafn Kristinsson fjallar um Gunnar Pálsson sem var merkur maður síns tíma

Gunnar Pálsson var fæddur 2. ágúst 1714 á Upsum á Upsaströnd. Hann settist í Hólaskóla 1729 og útskrifaðist þaðan 1735. Veturinn 1740 til
1741 stundaði hann háskólanám í Kaupmannahöfn og lauk guðfræðiprófi þá um vorið. Ludvig Harboe skipaði Gunnar skólameistara á Hólum 1742 en þar hafði allt skólastarf verið bágborið um nokkra hríð. Gunnar reisti mjög við allt skólastarf á Hólum. Í skólameistaratíð sinni útskrifaði hann m.a. frá skólanum þrjá yngri bræður sína og var einn þeirra Bjarni Pálsson sem varð fyrsti landlæknir á Íslandi. Árið 1753 lét Gunnar af skólameistarastarfinu og gerðist prestur að Hjarðarholti í Laxárdal. Hann þjónaði þar til ársins 1784 og var lengstaf þess tíma prófastur Dalamanna.
Gunnar var talinn einn af mestu lærdómsmönnum hér á landi á 18. öld og fékkst einkum við sögu landsins og bókmenntir og má þar nefna merkar skýrirngar á fornum norrænum kveðskap. Hann er jafnframt talinn eitt merkasta skáld hér á landi á 18. öld. Skrif og ummæli fræðimanna, smtímamanna og síðari tíma manna, um Gunnar eru öll á einn veg um ágæti hans sem skálds og fræðimanns. Þrátt fyrir það mun hann nú flestum gleymdur. Rík ástæða er til þess að nafni hans verði a.m.k. eitthvað haldið á lofti. Gunnar lést 2. október 1791.