Ha - ha -hávella!

Ha - ha -hávella!

Þessa mynd af hávellu tók Haukur Snorrason niður við árós í síðustu viku. Hávellan heldur sig við ströndina á vetrum en verpir við vötn jafnvel langt inni í landi. Hávellan er skrautlegur fugl, einkum karlinn með sínar löngu stélfjaðrir. Hún syngur með miklum tilþrifum eins og nafnið gefur til kynna ( Sumir segja að hún syngi nafnið sitt „Ha -ha - hávella“). Annars er hún kölluð ýmsum nöfnum s.s. fóvella, fóerla, fóella, fóðerla, haferla, háhella og ísönd. Þetta segir Guðmundur Páll Ólafsson m.a. í bók sinni Fuglar í náttúru Íslands

.