Grunnskólakennarar skólaárið 2007-2008 - lausar stöður

Grunnskólakennarar Skólaárið 2007 - 2008

Lausar eru til umsóknar nokkrar stöður í Gunnskóla Dalvíkurbyggðar skólaárið 2007-2008.  Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k.

Grunnskóli Dalvíkurbyggðar er einsetinn grunnskóli með tvo kennslustaði, nemendur eru 350 í 1. - 10. bekk. Kennara vantar til að kenna dönsku á miðstigi og unglingastigi og íþróttir í öllum bekkjum. Einnig er auglýst eftir Þroskaþjálfa. Upplýsingar gefur  Anna Baldvina Jóhannesdóttir skólastjóri anna@dalvikurskoli.is Símar:460-4980, og GSM. 8645982

Heimasíða: www.dalvikurskoli.is.

Dalvíkurbyggð er 2100 íbúa sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð sem varð til við sameiningu þriggja sveitarfélaga árið 1998. Samgöngur eru góðar, aðeins hálftíma akstur er til Akureyrar, umhverfi er sérlega fjölskylduvænt og atvinnulíf, þjónusta og menningarlíf með miklum blóma. Aðstæður til útivistar og íþróttaiðkunar eru með því besta og fjölbreytilegasta sem gerist hér á landi sumar jafnt sem vetur. Hitaveita er í öllum þéttbýliskjörnunum, ódýr upphitun og góð sundaðstaða. Vinna við mótun skólastefnu Grunnskóla  Dalvíkurbyggðar er í gangi og stefnt að því að henni ljúki á þessu skólaári. Vinnuaðstaða kennara er mjög góð. Ýmsar nánari upplýsingar er að finna á  vef Dalvíkurbyggðar: http://www.dalvik.is

    

Skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar