Grunnskólaheimsókn hjá 2008 árgangi

Grunnskólaheimsókn hjá 2008 árgangi

Nú fer að líða að því að 2008 árgangurinn útskrifist úr leikskóla og hefji nám á næsta skólastigi. Í dag fórum við því í heimsókn í Dalvíkurskóla þar sem flest börnin munu hefja sitt grunnskólanám. Björn Gunnlaugsson skólastjóri tók á móti okkur sýndi okkur skólann. Við fórum um gangana, kíktum inn í skólastofur og settumst niður og fengum okkur mjólk eða vatn að drekka. Eftir heimsóknina skelltum við okkur svo í okkar vikulega íþróttatíma.

Myndir úr heimsókninni má sjá á myndasíðunni.