Gróska í Námsverinu

Námsver Dalvíkurbyggðar var starfrækt með miklum ágætum veturinn 2008-2009. Haldin voru fjöldamörg námskeið, allt frá myndlistanámskeiðum, fatasaumsnámskeiðum og skyndihjálparnámskeiðum upp í námskeið í gæðastjórnun og verkferlum. Þáttaka í námskeiðunum var mjög góð en alls hafa um 300 manns sótt námskeiðin. 12. maí síðastliðinn útskrifuðust svo 13 nemendur úr Grunnmenntaskólanum en það var fyrsti hópur nemenda sem Símey útskrifar frá Námsverinu. Megnið af námskeiðunum er haldið í samvinnu við Símey, Fjölmennt, Menningar- og listasmiðjuna og svo önnur fyrirtæki.

Einstaklingar og námshópar hafa einnig nýtt sér aðstöðuna í Námsverinu, meðal annars með því að hlýða á fyrirlestra í fjarfundarbúnaði eða einfaldlega nýtt sér vinnuaðstöðuna til náms. Þannig hefur fjöldi fólks geta stundað skólanám hér án þess að þurfa að leggja á sig ferðalög eða taka sér frí frá vinnu.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau námskeið sem haldin voru á þessu síðasta starfsári: 

Tölvunámskeið
Pabbar, mömmur og prinsessur
Hér er kona um konu
Grunnmenntaskólinn
Byrjendanámskeið í fatasaum
Ullarþæfing
Silfurleir
Unnið úr gleri
Myndlistarnámskeið
Gæðastjórnun og verkferlar
Súpunámskeið
Íslenskunámskeið fyrir útlendinga fyrir áramót
Íslenskunámskeið fyrir útlendinga feb-mars
Íslenskunámskeið fyrir útlendinga mars-maí
Skyndihjálp (venjulegt námskeið)
Skyndihjálp námskeið fyriri starfsfólk Dalbæjar
Námskeið í dk hugbúnaði
Skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk í grunnskóla
Myndlistarnámskeið
Stjórnunarnám fyrir millistjórnendur.
Vélavarðanámskeið