Grænfánaafhending 16. mars 2012

Grænfánaafhending 16. mars 2012

 

Í dag föstudaginn 16. mars hlaut leikskólinn okkar formlega alþjóðlega viðurkenningu sem SKÓLI Á GRÆNNI GREIN. Að því tilefni fengum við afhentan Grænfánann sem staðfestingu á góðum árangri og virkni í umhverfisverndarstarfiog fyrir að efla og bæta umhverfismál í skólanum okkar. Að þessu höfum við stefnt í þó nokkurn tíma og meðal þeirra verkefna sem leikskólinn hefur lagt áherslu á er flokkun á sorpi, endurnýtingu á verðlausum efnivið, draga úr notkun á rafmagni, vatni og pappír auk þess að ganga ávallt sem best um náttúruna í nærumhverfi leikskólans. 

Dagurinn var mjög hátíðlegur, við fengum mikið að góðum gestum til okkar s.s. alla nemendur og kennara Árskógarskóla, mikið af foreldrum, bæjarstjórinn Svanfríður I. Jónasdóttir tók til máls, foreldrafélagið bauð upp á kleinur og kakó, við sungum grænfánalag við undirleik Bjarna Valdimars auk þess sem Orri Páll Jóhannsson frá landverd afhenti umhverfisnefnd leikskólans Grænfánann. Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar kom færandi hendi og gaf okkur fallegt birkitré í tilefni dagsins sem við höfum nú þegar sett í mold fyrir utan leikskólann. 

Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessum degi með okkur kærlega fyrir skemmtilega samveru í sól og blíðu :-) 

MYNDIR