Gott kvöld í Bergi

Gott kvöld í Bergi

Tónlistarmennirnir Felix Bergsson og Hlynur Ben hafa haldið tónleika víðsvegar um landið í haust og vetur undir yfirskriftinni Gott kvöld. Báðir eru þeir með nýja plötu í farteskinu og í sameiningu flytja þeir lög af þeim í bland við eldra sólóefni.
Þetta er í fyrsta skipti sem Felix og Hlynur leiða saman hesta sína á tónlistarsviðinu en þeir hafa, sitt í hvoru lagi, verið áberandi sem söngvarar og skemmtikraftar. Þeir félagar láta nokkrar skemmtilegar sögur flakka á milli laga og hafa átt notalega stund með tónleikagestum.

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. október, ætla Felix og Hlynur að eiga Gott kvöld með Dalvíkingum í Menningarhúsinu Bergi. Tónleikarnir hefjast eins og venjulega kl. 21.00 og það kostar 2000 krónur inn. Miðasala er eingöngu við innganginn.
Það er ástæða til að hvetja íbúa Dalvíkur og nærsveitamenn til að mæta í Berg og eiga ljúfa kvöldstund með þeim félögum.

--------------------------------------------------------------------------

Felix Bergsson gaf nýverið út plötuna Borgin sem hefur hlotið einróma lof gagngrýnenda og hafa lög eins og Næturljóð, Eydís, Gemmér annan séns og Horfði á eftir þér hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans undanfarið.
Á Borginni eru 10 ný popplög eftir marga af þekktari lagahöfundum þjóðarinnar. Þeir eru Jón Ólafsson (sem einnig útsetur og stjórnar upptökum), Karl Olgeirsson, Ottó Tynes, Sigurður Örn Jónsson, Dr. Gunni og Eberg. Felix semur átta texta á plötuna en hina tvo eiga Dr. Gunni og Bjartmar Guðlaugsson.
Hér má heyra lögin Næturljóð
https://www.youtube.com/watch?v=ZmrWEc1cQWo   (Myndband Heiðar Mar og Sara Blöndal)
og Gemmér annan séns
https://www.youtube.com/watch?v=kxTicW_y1cE  

Meira um Felix á www.felixbergsson.is  

--------------------------------------------------------------------------

Hlynur Ben gaf út plötuna Leiðin heim á vordögum sem vakti heldur betur áhuga fólks með lögum eins og Það er allt í lagi, Kaldur bæði og sár, Vaknaðu og Hrópum. Bæði hafa lögin verið mikið spiluð í útvarpi og skemmtileg myndbönd við þau varla farið framhjá neinum í sjónvarpinu í sumar.
Ásamt Hlyni er Leiðin heim er tekin upp, spiluð og sungin af vinum hans og fjölskyldu. Angurværar melódíur í bland við líflega spilamennsku og almenna gleði gera það að verkum að lagasmíðarnar fá að njóta sín í botn.
Hér má heyra lagið Hrópum:
https://www.youtube.com/watch?v=UP5NSQII5UQ  
og Það þarf svo lítið til
https://www.youtube.com/watch?v=eEpVGn9m8bc  

Meira um Hlyn á www.hlynurben.net