Gott frjálsíþróttasumar

Iðkendur frjálsra íþrótta hjá UMSE áttu gott sumar. Þar með talið er góður árangur sem náðist á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðun en þar endaði UMSE með átta gull og var kjörið „Fyrirmyndarfélagið“

Keppendur UMSE á Unglingalandsmótinu voru 50 talsins og tóku þau þátt í dansi, fimleikum, frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, motocrossi, knattspyrnu, körfubolta og skák. Mótið fór vel fram í alla staði og var mikil ánægja með hátíðina í heild sinni. Um 50 tjöld og vagnar voru á tjaldstæði UMSE og er áætlað að um 180 manns hafi tekið þátt í grillveislu á laugardagskvöldinu.

Einn hápunktur hátíðarinnar fyrir okkar lið var þegar lið UMSE hlaut þann eftirsótta titil „Fyrirmyndarfélagið“, en innganga UMSE við setningu mótsins vakti mikla athygli, enda mikill metnaður lagður í hana. Umgjörð sambandsins var sömuleiðis sögð til fyrirmyndar á mótinu og því kom þessi titill í okkar hlut að þessu sinni.

Eftirfarandi eru upptalin þau verðlaun sem keppendur UMSE hlutu á mótinu:

Dans
Tveir keppendur frá UMSE tóku þátt í dans keppninni. Þær systur Elín Ósk Arnarsdóttir og Helena Rut Arnarsdót dönsuðu saman og urðu í 3. sæti í keppni í Enskum Vals.

Fimleikar
Tvö lið frá UMSE voru í fimleikakeppninni. En þess má geta að liðin komu frá nýlegri fimleikadeild UMFS og voru í keppni á sínu fyrsta mót. 13-15 ára liðið náði 3. sæti á mótinu.

Frjálsíþróttir
Í frjálsíþróttakeppninni voru að venju margir keppendur skráðir til leiks, eða tæplega 30. Alls unnum við til 20 verðlauna. Fjórir Unglingalandsmótsmeistaratitlar, átta silfurverðlaun og átta brons. Eftirtaldir unnu til verðlauna:
• Dagbjört Ýr Gísladóttir varð í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 14 ára
• Elín Brá Friðriksdóttir varð í 3. sæti í hástökki stúlkna 12 ára
• Freyja Vignisdóttir í 3. sæti í 200 m. hlaupi stúlkna 11 ára, 3. sæti í hástökki stúlkna 11 ára og í 3. sæti í langstökki stúlkna 11 ára
• Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir varð unglingalandsmótsmeistari í langstökk stúlkna 15 ára og í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 15 ára.
• Helgi Pétur Davíðsson í 2. sæti í 200 m. hlaupi pilta 11 ára og í öðru sæti í 600 m. hlaupi pilta 11 ára
• Karl Vernharð Þorleifsson varð unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti pilta 13 ára.
• Nökkvi Þeyr Þórisson í 2. sæti í 600 m. hlaupi pilta 12 ára
• Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir varð í 3. sæti í hástökki stúlkna 12 ára
• Steinunn Erla Davíðsdóttir unglingalandsmótsmeistari í 200 m. hlaupi stúlkna 18 ára og í 3 sæti í kúluvarp stúlkna 18 ára.
• Sveinborg Katla Daníelsdóttir varð í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 16-17 ára
• Þorri Mar Þórisson varð í 2. sæti í hástökki pilta 12 ára
• Þóra Björk Stefánsdóttir varð í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 13 ára.
• Sveit UMSE í 4*100 m. boðhl. pilta 12 ára varð í örðu sæti.
• Sveit UMSE í 4*100 m. boðhl. stúlkna 15 ára varð í þriðja sæti.
• Sveit UMSE/Ármanns í 4*100 m. boðhl. stúlkna 18 ára varð Unglingalandsmótsmeistari.

Glíma
Þrír keppendur frá UMSE tóki þátt í glímu. Guðmundur Smári Daníelsson varð í 2. sæti flokki pilta 13-14 ára. Rakel Ósk Jóhannesdóttir varð í 1.-3. sæti í Glímu stelpna 11-12 ára. Hún keppti svo einnig í flokki 13-14 ára telpna og þar endaði hún í 2. sæti.

Golf.
8 keppendur frá UMSE voru skráðir til keppni í golfi. Þar unnum við til samtals sjö verðlauna. Í flokki 14-15 ára pilta varð Friðrik Hreinn Sigurðsson í 3. sæti. Í flokki 14-15 ára stúlkna varð Ásdís Dögg Guðmundsdóttir unglingalandsmótsmeistari, Birta Dís Jónsdóttir í öðru sæti og Elísa Rún Gunnlaugsdóttir þriðja. Í flokki 11-13 ára stúlkna varð Ólöf María Einarsdóttir unglingalandsmótsmeistari og Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir í þriðja sæti. Í flokki 11-13 ára stráka varð Arnór Snær Guðmundsson í þriðja sæti.

Knattspyrna
Í knattspyrnu voru frá UMSE yfir 30 keppendur skráðir í lið. Að venju voru skráningar í knattspyrnuna með frjálslegra móti en líkt og í öðrum keppnisgreinum er áhersla lögð á að allir sem þess óska geti tekið þátt og að þessu sinni var keppt í 6 manna liðum. Silfurverðlaun unnust í tveim liðum þar sem keppendur UMSE voru skráðir. Lið UMSE 11-12 ára kk varð í öðru sæti. Liðsmenn þess voru Arnór Snær Guðmundsson, Baldur Smári Sævarsson, Nökkvi Þeyr Þórisson, Tristan Darri Ingvason og Þorri Mar Þórisson. Auk þeirra i liðinu voru tveir leikmenn frá ÍBA og þrír leikmenn frá UMSK.
Lið UMSE í flokki 17- 18 ára kvk varð í 2. sæti en þær kölluðu lið sitt einfaldlega Fótbolti. Liðsmenn voru stelpur sem leggja aðal áherslu á frjálsar íþróttir. Þær voru Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Stefanía Andersen Aradóttir, Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir, Steinunn Erla Davíðsdóttir, Kara Gautadóttir og Bertha Þórbjörg Steingrímsdóttir. Auk þeirra var einn leikmaður frá HSÞ og einnig fylltu yngri keppendur UMSE í skarðið þegar fyrrgreindir leikmenn voru uppteknir við keppni í frjálsíþróttum.

Körfuknatttleikur
Einn keppandi var frá UMSE í körfukattleik. Rakel Ósk Jóhannesdóttir lék með blönduðu liði sem kallaði sig skvísurnar. Liðið varð Unglingalandsmótsmeistari í flokki 11-12 ára.

Mótocross
UMSE var með einn keppanda skráðan til keppni í mótocrossi. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem keppandi frá UMSE tekur þátt í þeirri grein. Hann stóð heldur betur undir væntingum, en Arnór Reyr Rúnarsson lenti í 3. sæti í 85 cc flokki stráka.


Keppendur frá UMSE voru:

Arnór Reyr Rúnarsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ásdís Dögg Guðmundsdóttir
Ásrún Jana Ásgeirsdóttir
Baldur Smári Sævarsson
Bertha Þórbjörg Steingrímsdóttir
Birta Dís Jónsdóttir
Bríet Brá Bjarnadóttir
Dagbjört Ýr Gísladóttir
Elín Brá Friðriksdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elísa Rún Gunnlaugsdóttir
Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir
Elvar Óli Marinósson
Embla Halldórsdóttir
Erla Marý Sigurpálsdóttir
Eydís Arna Hilmarsdóttir
Fannar Már Jóhannsson
Freyja Vignisdóttir
Friðrik Hreinn Sigurðsson
Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir
Guðmundur Smári Daníelsson
Hafsteinn Máni Guðmundsson
Hafþór Júlíusson
Heiðar Örn Guðmundsson
Helena Rut Arnarsdóttir
Helgi Pétur Davíðsson
Hera Margrét Guðmundsdóttir
Hugrún Lind Bjarnadóttir
Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson
Júlía Ósk Júlíusdóttir
Júlíana Björk Gunnarsdóttir
Kara Gautadóttir
Karen Perla Konráðsdóttir
Karl Vernharð Þorleifsson
Kolbrún Svansdóttir
Lotta Karen Helgadóttir
Marín Líf Gautadóttir
Nökkvi Þeyr Þórisson
Ólöf María Einarsdóttir
Ólöf Rún Júlíusdóttir
Rakel Ósk Jóhannsdóttir
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Stefanía Andersen Aradóttir
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir
Steinunn Erla Davíðsdóttir
Sveinborg Katla Daníelsdóttir
Úlfar Valsson
Valgeir Hugi Halldórsson
Þóra Björk Stefánsdóttir
Þorri Mar Þórisson