Gönguvika 2011 - Gamli Múlavegur

Í kvöld verður fyrsta ganga Gönguviku 2011 farin en þá verður Gamli Múlavegur genginn. Áður á þessari síðu var sagt frá breyttum brottfarastað en því hefur nú verið breytt til baka. Gengið verður Dalvíkurmegin og lagt af stað kl. 23:00 skammt frá þar sem vegurinn liggur inn í fjallið, og gamli vegurinn genginn upp á Plan.

Ólafsfjarðarvegur var lagður um Múlann og formlega opnaður 17. sept. 1966. en lagður af þegar Múlagöngin voru opnuð 1991. Múlavegurinn er nú skemmtileg gönguleið. Nokkur eyðibýli og fleiri sögulegar minjar eru í Múlanum, sumar allfrægar, því “hér mundi gengt í fjöllin”.

Núna eru voraðstæður til fjalla og því þarf fólk að huga vel að útbúnaði, vera í góðum skóm og með stafi. Eins getur verið, vegna snjóalaga og veðuraðstæðna að breyta þurfi gönguleiðum með stuttum fyrirvara. Upplýsingar þess efnis munu birtast hér á síðunni og er fólk vinsamlegast beðið um að fylgjast vel með hér.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.dalvikurbyggd.is/gonguvika