Göngustígar lagðir og lýstir upp í Dalvíkurbyggð

Eins og glöggir vegfarendur sjá er verið að setja niður ljósastaura víða um bæinn. Verið er að ganga frá göngustíg frá Hólavegi og út í Byggðasafnið Hvol sem verður malbikaður og lýstur. Einnig er verið að malbika og lýsa göngustíg sem liggur frá Lækjastíg í Lokastíg. Þá er verið að ganga frá götu í Skógarhólum með malbiki og ljósastaurum sem og verið að endurnýja lýsingu í Goðabraut.