Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð

Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð

Um helgina verður réttað víða í Dalvíkurbyggð. Á föstudag er réttað í Syðraholtsrétt og Garðshornsrétt. Á laugardag er réttað í Teigsrétt, Hofsrétt og Hofsársrétt. Á sunnudag er svo réttað úr Sveinstaðarafrétt á Tungurétt. Á föstudeginum er einnig réttað í Urða/Hóls rétt og á laugardeginum er gengið í Koti og á svæðinu sunnar Lambár. Bent er á að þetta er ekki tæmandi upptalning á réttum og göngum í Dalvikurbyggð.

Reiknað er með að safnið muni koma að réttinni milli kl 12:30 og 12:45 og að réttarstörf hefjist kl 13:00.