Göngur og réttir

Um næstu helgi eru göngur og réttir í Dalvíkurbyggð. Föstudaginn 4. september verður smalað frá Þverá í Svarfaðardal og fram að Lambá og réttað á Urðum. Önnur gangnasvæði í Svarfaðardal verða gengin laugardaginn 5. september. Sunnudaginn 6. september verður svo réttað á Tungurétt í Svarfaðardal og gert er ráð fyrir að féð verði rekið til réttar um kl. 13:00.

Fyrstu göngur í Árskógsdeild verða síðan 12. september og aðrar göngur í öllu byggðarlaginu helgina 18. til 19. september.

Hrossasmölun og eftirleitir í Holárafrétt, Kóngsstaðadal og Sveinsstaðaafrétt verða 2.-3. október, og verður stóðið rekið til réttar um hádegisbil á laugardeginum.