Göngur hafnar í Dalvíkurbyggð

Göngur hafnar í Dalvíkurbyggð
Réttað við Tungurétt (2005)

Göngur og réttir eru nú hafnar í Dalvíkurbyggð og verða fyrstu helgina í september í Svarfdæla- og Dalvíkurdeild en  aðra helgi í september í  Árskógsdeild. Féð í Svarfdæla og Dalvíkurdeild verður rekið til réttar á Tungurétt í Svarfaðardal um klukkan 13:00 á sunnudag og í Dalvíkurrétt við Hól um klukkan 15:00 í dag, föstudag.
Á Árskógsströnd verður réttað að Stærri- Árskógsrétt uppúr 12:00 það fé sem kemur af Kötlufjalli en um 14:00 fyrir það fé sem kemur af Þorvaldsdal og Krossafjalli.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband við fjallaskilastjóra í viðeigandi deild.